Það kom “Nýárs Spurning” frá Neflummu hvað var keypt á árinu en þessi spurning er hvað er næst á óskalistanum eða hvað planið þið ykkur að kaupa í sumar eða á þessu ári?
Planið er nýr Jackson í þessari viku. Warlock einhverntímann í næstu viku með öllum líkindum. Svo mögulega Jackson JS Warrior í sumar til þess að pimpa soldið upp. Það eru öll mín gítar plön en ég mun líklegast lenda á einhverjum góðum díl og enda uppi með eitthvað annað en þennan Warrior. Svo vona ég bara að ég muni geta keypt mér einhvern gourmet magnara eins og Mesa Boogie eða Peavey en það er bara ef að vinnan gengur vel og ég mun ekki eyða of miklum tíma í frakklandi í stað þess að vinna.
Get í rauninni ekkert sagt þar sem að ég kaupi bara notað.
í raun og veru er ég ekki með nein fastplönuð kaup en mig langar rosalega í einhvern tudda strat og svo er ég að íhuga að kaupa einhvern fender reverb gæða magnara. svo pedalarar og sull en svo er aldrei að vita hvað maður geri
mæli með að hugsa ekki um útlit, farðu og prófaðu eins marga gítara í þessu price range-i og þú getur og ekki taka mark á því að þú sérð eithvað lágt verð á gítar sem þú fílar, einn besti gítarinn minn kostaði 20 þúsund
Ef þig langar í svona gítar þá eru Fernandes að standa sig ágætlega. Ég veit að þetta lúkkar rip off, en ég er ekki frá því að þeir hafi gert svona gítara frekar lengi.
Já, gæti allveg t´ruað því að þessir Fernandes séu mun betir en þessi esp Ninja. Hljóðfærahúsið eru með Fernandes umboðið svo þú gætir kannski tala við þá.
Takk Fyrir! ég keypti hann hér og það er svona desert burst finnish meira samt svona light desert burst :D ef það er ekki til þá er ég ekki alveg með það á hreinu:D
Nice… það er til Light Burst og síðan Desert Burst,,, en oft er finish-ið misjafnt eftir hljóðfærum… var lengi að átta mig nákvæmlega hvaða finish var á LP Classic sem ég átti… en hann var vintage sunburst… hélt fyrst að hann væri honey burst…
Hægt að finna út úr því ef þú ert með “fæðingarvottorðið”… þ.e. plaggið með módelnúmeri.
En ef ég má spyrja… hvað þurftir þú að punga út fyrir svona grip?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..