Ýmislegt dót til sölu sem ég hættur að nota :)
Er aðallega að leitast eftir beinni sölu en ég skoða ýmis skipti og upp-í-tökur. Er helst að leita mér að skemmtilegum gítar eða gítar effektum (helst delay og reverb).
Laney VH100r lampamagnarahaus: 100.000.- (skoða skipti og upp-í-tökur á honum)
Breskur 100w lampamagnari með nýlegum lömpum. Amerískt rafkerfi í honum en nettur straumbreytir fylgir með. Getur allt, hvort sem það er dauði og djöfull eða fiðrildi og regnbogar. Vel notaður og rokkaður magnari en virkar alveg 100%, fótrofi fylgir með.
Hausinn er í Hljóðfærahúsinu þar sem hægt er að prófa hann í “ró og næði”.
UPPLÝSINGAR og Myndir
Roland G-88 bassi og GR-33B synth: Tilboð (er með vissa verðhugmynd í huga).
Gafst upp á því að reyna að selja þetta skrímsli á ebay (fékk bara bull tilboð og heimboð til Paolo sem virtist vera spenntari fyrir mér en bassanum).
Þetta er bassi og syntha módúla sem virka saman með 24 pinna snúru. Gæti talað endalaust um þennan bass og hvað hann getur gert, en held ég bendi bara á link þar sem hægt er að lesa um hann, sjá myndir og heyra hljóðdæmi.
Bassinn er frábærlega smíðaður og það er greinilegt að ekkert var sparað þegar hann var búinn til.
MYNDIR, VIDEO OG UPPLÝSINGAR
MYND AF BASSANUM MÍNUM
Heimatilbúið effektabretti: 5.000.-
Brettið kemur í harðri tösku sem smella passar utan um það. Brettið er frekar lítið, fínt fyrir þá sem notast aðallega við fáeina pedala. Platan er ca. 40x28cm m. handföngum á endunum svo auðvelt sé að ná henni úr töksunni.
5.000.- er ca efniskostnaður + taskan.
Lennti í smá veseni með að redda myndum af brettinu, reyni að redda því í vikunni.
Hafið samband í einkapósti eða á danielsmari@gmail.com fyrir tilboð eða spurnginar.
Endilega hafið samband og skjótið að mér tilboðum á þessar græjur!!!
Kv Vintage/Daníel