Ég er búinn að vera að dunda mér við telecaster project þessa dagana, þar sem mér var gefin einhver hrikaleg eftirlíking (Hawk heitir fyrirtækið. Einhver heyrt um það?) sem virtist samt vera með nokkuð gott boddí og réttan háls.
Ég fékk svo í vikunni S-1 rafkerfi og pikköppa í hann úr Baja Telecaster sem sándar eins og draumur þegar það var komið í. Þessi Twisted Tele pikköpp er mjög góður. Eina vesenið er að hálsinn er skakkur. Ekki undinn eða boginn, bara skakkur á búknum. Við nánari athugun sá ég að það var smávegis bil á milli hálsins og búksins neðan frá. Ég var akkúrat núna að taka hann af til að skoða samskeytið og þetta er hrikalegt… Það er eins og einhver kínverjinn hafi gert þetta með hamri og meitli. Á krakki.
Allavega er spurningin þessi. Hvernig er best að laga þetta til án þess að eiga á hættu að skemmileggja mikið? Sandpappír og reglustika?