Verð að selja þennan til að rétta af fjárhaginn hjá heimilinu. :(

Hér er ég með einn af gömlu upprunalegu A/DA Flangerunum sem ég virðist vera farinn að nota minna og minna í seinni tíð. Mig langar að finna honum betra heimili hjá einhverjum sem mun veita honum þá notkun sem hann á skilið.

Pedalinn er í fullkomnu ástandi fyrir utan smávegis rispur hér og þar (óhjákvæmilegt á nærri fertugum pedal) og einn takkinn týndist hjá fyrri eiganda og ég setti því annan á sem er ekki í stíl við hina.

Þessir effektar eru orðnir alveg verulega sjaldgæfir og verða verðmætari með hverri vikunni sem líður því er þetta tækifæri sem býðst ekki oft fyrir hljóðfæraleikara, hvað þá íslenska.

Meðal þekktra notenda eru Billy Corgan, Paul Gilbert og Omar Rodriguez-Lopez og hafa þeir stöðugt í gegnum árin notast við þessa pedala mjög mikið og eru þeir veigamiklir partar í þeirra soundi.


Effektnum vil ég skipta út fyrir einhvern góðan Jazzmaster, Jaguar, ESP Ron Wood Telecaster, Ampeg Dan Armstrong (glæra gítarinn) eða amerískan Strat en skoða líka fleiri model.

Skoða einnig skipti á litlum lampamagnara eða að taka effekta uppí ásamt pening.
Þá einna helst:

EHX Micro Synth
Moog Ring Mod
EHX Frequenzy Analyzer
Zvex, flestir þeirra nema bjögunarpedalarnir.

Til viðmiðunar fyrir þá sem vilja fjárfesta í kvikindinu beint þá er ég að miða við c.a. 80-100k markið en er opinn fyrir tilboðum.

Hægt er að hafa samband til að fá að prófa hann.

Skoða allar uppítökur! Svo lengi sem fólk borgi pening á milli.

Bætt við 3. mars 2010 - 10:25
Skoða nánast allt hvað uppítökur varðar. Einnig linsur og aðrar ljósmyndagræjur fyrir Nikon vélar.