Halló!
Ég er með 1 stk Takamine EG523SC kassagítar til sölu. Hann er með svokölluðum Jumbo kassa sem þýðir að hann er aðeins stærri en venjulegur dreadnought gítar. Þessi gítar hefur verið notaður mikið og hef ég notað hann mikið live, þó ekki mikið upp á síðkastið þar sem ég er með Martin gítar sem ég nota aðallega. Það sést aðeins á gítarnum, þó ekki skemmdir heldur eru smá för eftir límmiða sem voru á honum, sést á myndunum um hvað ég er að tala.
Það er TK-40 pre-amp í gítarnum með innbyggðum tuner.
http://www.promusicaustralia.com/guitar/Othertaka/tk40_controls.jpg
Þessi pre-amp er algjör snilld og soundið úr gítarnum þegar hann er plöggaður er frábært. Eina sem er að er að það er sambandsleysi í volume takkanum sem þarf að gera við til þess að hægt sé að nota hann og þar sem ég er aljörlega handónýtur þegar kemur að því að gera við svona hluti þá hef ég látið það vera.
Þar sem pre-ampinn er bilaður þá er ekki hægt að nota hann plöggið en ef þú ert ekki nota plögg þá geturu alltaf mækað hann upp og hann sándar frábærlega þannig. Ég get allavega lofað þér því að þetta er frábær gítar hvort sem þú ætlar að plögga honum, mæka hann upp, eða bara njóta þess að spila á hann heima í stofu :)
Eins og ég sagði þá sándar gítarinn frábærlega þegar hann er plöggaður inn og hef ég marg oft fengið gítarleikara upp að sviðinu til þess að spyrja mig út í gítarinn, hvar ég hafi fengið hann og hvað hann hafi kostað.
Þar sem hann er með Jumbo body þá er aðeins “feitari” hljómur í honum þegar hann er ekki plöggaður en hann missir þrátt fyrir það ekkert af háu tónunum.
Þessi gítar kostaði 63.000 þegar ég keypti hann fyrir 3 árum og jumbo taskan kostaði 12.000. Bæði kosta án efa töluvert meira í dag.
Er til í að láta gítarinn og töskuna saman á 45 þús. kall.
Vertu í bandi ef þú hefur áhuga, annaðhvort hérna á Huga eða í síma 692-1479
Kv. Eiður
Myndir:
http://img36.imageshack.us/img36/6586/dsc00133eo.jpg
http://img517.imageshack.us/img517/1547/dsc00132ed.jpg
http://img411.imageshack.us/img411/5457/dsc00131w.jpg
http://img689.imageshack.us/img689/3024/dsc00128q.jpg
http://img11.imageshack.us/img11/7251/dsc00125zh.jpg
Vona að þetta virki, kann ekki fyrir mitt litla líf að setja inn myndir :)