Letter to Mom
Hljómagangurinn er kannski ekki sá allra frumlegasti, en þetta hljómar ágætlega. Ég tek mjög eftir því hvað söngvarinn hljómar rosalega vel. Trommarinn er samt engan veginn að grúva við þetta lag að mínu mati; til dæmis myndi ég láta taktinn í viðlaginu vera helmingi hægari, það er að segja hafa hægari trommutakt, ekki svona hratt tempo heldur helmingi hægara, að minnsta kosti í fyrsta skipti sem viðlagið er spilað. Ég er nokkuð viss um að það kæmi betur út. Finnst líka of mikið gormasánd í snerlinum fyrir minn smekk, svona persónulega. Sólóið hljómar ágætlega en ég myndi endurtaka viðlagið einu sinni enn fyrir lok lagsins, á eftir sólóinu.
Starless Nights
Mjög einfalt lag, söngvarinn ber það alveg uppi ásamt gítarleiknum. Aftur finnst mér trommarinn ekki alveg vera að grúva nógu vel við þetta, það er eins og hann sé of mikið að skipta á milli þess að nota hihat og ride eða eitthvað. Hljómar ágætlega, ég held að smá relax í trommunum og bakraddir hefðu sagt talsvert í þetta þar sem þetta er einfalt lag og miklir möguleikar.
Answer my Prayers
Byrjar nokkuð flott, ekki samt nógu heavy gítarsánd til að pulla þetta að mínu mati. Minnir mig rosalega á Sign áður en söngurinn kemur inn og þá hefði ég vilja hafa skítugri gítara. Söngvarinn hljómar enn einu sinni bara mjög vel og gítarinn er sniðugur með þessu. Bassinn mætti láta svolítið meira til sín taka að mínu mati, maður tekur varla eftir honum í þessum lögum og hann mætti sánda þykkari að mínu mati, ekki svona eins og þvottasnúra. Ride diskurinn er of hár í mixinu, en það er nú alls enginn heimsendir. Trommurnar sánda að mínu mati betur í þessu lagi en hinum, passa bara svolítið betur við lagið að mínu mati. Mér finnst samt að hann ætti að prófa að halda sama grúvi á taktinum í amk 4 takta í röð, ekki bara 1 2 3 4 á ride-inum og svo 1 2 3 4 á hihatinum og svo 1 2 3 4 á floor tominum….vona að þetta meiki eitthvað sense.
Bottom line, flott lög þar sem söngurinn ber af og gítarleikurinn er bara nokkuð smekklegur. Þykkja bassann og negla inn trommurnar og þá væri þetta bara massa sándandi að mínu mati.
Vona að þetta sé ekki of ruglingslegt hjá mér.
jamm satt með bassan við tokum hann bara upp sjálfir erum ekki með bassaleikara sem stendur,,,
fyrstu 2 lögin er eldgömmul(ákváðum samt að taka þaug upp) mjög einfölt samt sem áður ,, og ællum að taka answer my prayers aftur upp
Takk samt fyrir góða gagnrýni
Bætt við 22. febrúar 2010 - 23:39
Satm einn spurning,,hvenig gerir maður skítugri gítara??/:..meira gain ??,,,þéttarahljóð eða ??
0
Mögulegt að downtuna þá aðeins og bara hafa betra distortion.
Nýju undirskriftirnar sökka.
0
Ja, ef þeir downtuna er ekki vís að söngurinn sýni sig eins vel.
Ætti kannski að prófa þykkari strengi ? Idk
Kannski líka bara spurning um ef hann ætlar að taka bara upp einn gítar að hafa svolítið meira gain og minnka bassa frewuency-ið.
0
True, held að betra Eq gæti reddað málunum bara.
Nýju undirskriftirnar sökka.
0
Ja, ég sé í undirskriftinni þinni að það er mjög lítið um veika hlekki í effektakeðjunni þinni, svo að ég held að þetta sé ekki endilega spurning um meira eða minna gain eða svoleiðis.
Meira bara spurning um að taka upp a wall of rhythm guitars, það er að segja einn sem er pan-aður left, annar sem er pan-aður right og svo einn sem er slightly þykkari og meiri low-end frequency en hinir, sem er pan-aður alveg í miðjunni.
Minnka gainið í þeim, hafa left og right pönuðu gítarana með meira treble og middle sándi, minni bassa. Þannig ætti það að koma svolítið þykkara út. Í staðinn fyrir að hafa þá með miklu gaini og vera með, segjum sándið sem þú myndir hafa ef þú tækir bara upp einn gítar; að láta heildina frekar tala og hafa sándið í þeim svolítið mildara.
Annars get ég nú engan veginn sagt að ég sé fróður maður um upptökur eða neitt svoleiðis, en þetta er veit ég trix sem þeir Bob Rock og James Hetfield notuðu þegar verið var að taka upp Black Album plötuna og Metallica vildu þéttari hljóm í gítarana.
Annars hljóma þessar upptökur bara alveg ágætlega.
0
okei takk þetta hjálpar helling :D:D
0
Öll “góðu” distortion rock gítarsoundin eru að fá rosalegann styrk úr bassanum.
Hefði hjálpað bassanum strax að vera ekki að spila með nögl held ég.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF
0
SLAAAAPPIN DA BASS
Bætt við 23. febrúar 2010 - 11:54
varð full æstur, ehee
0