Ég myndi aldrei borga 110 þúsund fyrir notaðann epiphone kassagítar, það er bara allt of mikið.
Hljóðfæri hafa hækkað alveg svínslega mikið í verði á undanförnu rumlega ári vegna gengisbreytinga, ætli það sé ekki uppundir 80% hækkun á verði svona á það heila, gítar sem kostaði 20 þúsund fyrir ári síðan er kannski kominn í 38 þúsund í dag og þar fram eftir götunum, ég fékk að mig minnir 110 þúsund fyrir notaðann Gibson Flying V fyrir nokkrum mánuðum síðan sem ég hafði keypt nokkrum mánuðum áður fyrir 70 þús, ég hugsa að það væri hægt að fá 150 fyrir hann í dag, launin mín hafa samt ekki hækkað jack shit frá því að ég borgaði 70 þúsund fyrir gítarinn.
Þeir í Rín eru að verðleggja þennann epiphone miðað við hvað hann myndi kosta nýr fluttur inn á þessu óhagstæða gengi sem er í gangi núna, þessi gítar væri kannski 60 þúsund króna virði ef gengið væri ekki í fokki.
Bætt við 22. febrúar 2010 - 07:13
Ég gúgglaði þessa gítara og mér sýnist að miðað við núverandi gengi krónunnar séu þeir að fara á þetta 50 til 60 þúsund nýjir í útlöndum núna þannig að eðlilegt verð á þessu greyji þarna upp í rín væri kannski 45 þúsund eða svo..
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.