Sjitt hvað ég öfunda þig og vá hvað ég myndi ekki vera að eltast við að kaupa hefðbundin vestræn hljóðfæri þarna.
Tyrkir eiga nokkuð magnaða þjóðlagahefð og það er hægt að fá tyrknesk þjóðlagahljóðfæri fyrir klink þarna.
Tyrkneskur long neck saz með pickup myndi kannski kosta að hámarki svona 25 þúsund en hingað komið með flutningskostnaði og álagningi verslunar værum við að tala um 75 þúsund eða svo (tónastöðin flutti inn nokkra svoleiðis fyrir kannski 7 árum síðan og þeir kostuðu 75 þá)
Ég á saz og þetta er sick hljómandi hljóðfæri, þú spilar blús á þetta og þú heyrir skriðdrekana spóla í sandinum, good shit!
Tyrkir spila líka á flautur sem er stolið úr mér hvað heita en þær hljóma eins og reykskynjarar sem batteríin eru að gefa sig í, þetta er sennilega eitt mest evil hljómandi hljóðfæri í heimi og ætti ekki að kosta nema kúk og kanel þarna úti, alveg kjörin græja til að hræða líftóruna úr nágrönnum þínum.
Grínlaust, kynntu þér tónlistarhefðina á þessum slóðum áður en þú ferð þangað, það er enginn sem segir að það þurfi að nota þessi hljóðfæri þeirra til að kópíera mússikina þeirra, sazinn er kreisí í hvaða tónlist sem er og þessar flautur.. Úff maður!
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.