Er með upprunalegu útgáfuna af A/DA Flangernum sem er farinn að verða sjaldgæfari með hverjum deginum. Pedalinn er í fullkomnu ásigkomulagi, sést að sjálfsögðu smá utan á hýsingunni sjálfri eftir öll þessi ár en annars allt top notch.
Þar sem ég er farinn að nota minna og minna af modulation og nánast hættur að nota þennan vil ég finna honum betra heimili.
En ég er einna helst að leita eftir skiptum á pedalnum og góðum gítar eða litlum lampamagnara.
Ég er opinn fyrir eiginlega öllu nema einhverjum metalmorðtólum.
SG, Les Paul, Tele, Strat, einhver heitur hollow eða semi-hollowbody.
Fender, Vox, Orange, whatevermajizz… skjótið bara á mig tilboðum ef þið viljið grípa þetta tækifæri til þess að komast yfir “the holy grail” af flanger pedulum, ekki oft sem það býðst.
Skoða einnig skipti á Eventide Pitchfactor ef einhver lumar á. (og já ég veit að BeEmm er að selja einn.)
Bætt við 18. febrúar 2010 - 12:20
er einnig sjúklega heitur fyrir Jazzmaster eða Jaguar!