Sælinú.

Um daginn tók ég bridge pickupinn úr rafmagnsgítarnum mínum (því hann var til smá leiðinda) og í staðinn fyrir að henda honum ofan í skúffu og nota aldrei aftur datt mér í hug að setja hann í sæmilegan kassagítar sem ég á, bara svona til að prófa.

Nú, spurning dagsins er sú að mig vantar eiginlega að vita hvað ég þarf til þess. Var að hugsa um að hafa semsagt bæði Volume og Tone knobs.

Þannig að ég þarf pickup (check), volume og tone knobs (check, á auka), 2 pot-a (Er einhver munur á volume og tone pot-um eða bara hvernig þeir eru tengdir?), jack input (fyrir jack snúru ofc)…..

Er eitthvað fleira sem ég þarf ?

Ég á mjög auðvelt með að misskilja leiðbeiningar sem ég er mjög viðutan og á auðvelt með að rugla orðum til í setningu (er td ómögulegur í að baka, ég er hálfgerð hliðstæða bakaradrengsins í dýrunum í hálsaskógi), svo að mér þykir eiginlega þægilegra að spyrja um aðstoð hér heldur en á google. Ég vil helst ekki klúðra þessu, kveikja í gítarnum r some…

Ef þið lumið á góðum tips, endilega bendið mér á það.

Og ftr, já, ég veit að ég þarf að fitta honum undir strengjunum en ekki inni í kassanum þar sem þetta er pick up úr rafmagnsgítar.