Ég og vinur minn erum með mörg stúdíó project í gangi (við bara eitthvað að dunda okkur við að semja og taka upp) og okkur vantar eiginlega fólk sem að gæti verið til í að kíkja til okkar annað slagið og taka upp smá kafla.
Okkur langar rosalega að vera með call-to söngvara. Erum þá að tala um söngvara sem að getur sungið melodíur eftir forspili, tekið upp raddanir og annað slíkt. Þarf að geta tekið gagngrýni (er þá meira að tala um “nei ég fýla þetta ekki alveg svona, geturu prufað að gera þetta öðruvísi” heldur en “nei, þetta var ömurlegt”)
Vantar semsagt bæði söngvara og söngkonu.
Við værum til í að hafa klárann píanó/hljómborðsleikara sem hægt væri að hringja í og biðja um að spila píanó undir eitt og eitt lag (erum því miður ekki með gott píanó á staðnum, en það er “Upright” píanó á hæðinni fyrir ofan sem við komumst í að taka upp.
Okkur langar rosalega að þekkja einhvern sem er fær á fiðlu og/eða selló.
Væri líka til í að hafa aðgang að fólki sem kann á hin ýmsu blásturshljóðfæri.
Við erum ekki í þessu fyrir peninga heldur einungis ánægjuna, svo við getum ekki verið að borga fólki til að koma, en ég efast ekki um að það séu enþá til hljóðfæraleikarar sem spila fyrir ánægjuna ;)
Okkur vantar ekki Gítarleikara, Trommara eða Bassaleikara. En erum alveg
Þetta gæti verið soltið mikið svona að við sendum viðkomandi eitthvað demó og spyrjum “væriru til í að semja og taka upp fiðlu við þetta lag fljótlega”.
Gæti líka virkað í hina áttina, altsvo að þið eigið t.d. lag samið á píanó og langar í gítar, bassa og trommur undir lagið.
Ef einhver hefur áhuga á að vera á lista yfir fólk sem væri tilbúið að vera með þá sendið mér einkapóst á huga, eða tölvupóst á arni (at) eitthvad.com og fyrir fólkið sem lifir í nútíðinni þá er líka hægt að hafa samband gegnum Google Wave: arnifsigurdsson@googlewave.com
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF