*Ég setti þetta líka inn á Hljóðvinnsluáhugamálið, en ég veit að margir hér skoða það ekki en gætu kannski hjálpað mér; svo að ég pósta þessu líka hérna.
Hellú.
Nýlega fékk ég mér mixer með 16 rásum (8 stereo, 8 mono). Þó ég sjái nú ekki fyrir mér að ég þurfi svona margar rásir var ég að spá í hvernig hljóðkort eða upptökukort eða what have you ég ætti að kaupa til að geta tekið upp heima hjá mér. Er í mesta lagi að fara að taka upp trommusett, en kannski eins gott að hafa eitthvað sem ég gæti notað flestar rásirnar á mixernum svona uppá fun.
Eins og er er ég bara að notast við eh ókeypis-á-netinu-forrit eins og Adobe Audition og Audacity en ætla nú í framtíðinni að fá mér eitthvað sæmilegt forrit.
Svo er ég bara með hp fartölvu með Windows kerfi og eh skítsæmilega Shure söngmica sem verða að duga í bili bara.
Með öðrum orðum, ég er bara með tölvu, slakt vinnsluforrit, mæka og mixer, og er að spyrja hvað mig vantar til að geta notað þetta til að taka upp heima hjá mér.
Þarf ég að kaupa hljóðkort eða upptökukort og hverju mælið þið þá með svona helst.
Tek fram að ég er enginn milljónamæringur, svo einhverjir hlutir á 100k eru ekki alveg í boði eins og málin standa í augnablikinu.
Einnig (this is gonna make me sound like a total nuub, en..) er einhver munur á hljóðkorti og upptökukorti og ef svo er, hver þá ?