Þannig er mál með vexti að mig er farið að sárlanga aftur í tremolo og er því að leita mér að einhverjum einföldum og góðum tremolo pedal til að svala þorsta mínum.
Ég er ekki að leita af einhverri “swiss army knife” útgáfu af tremolo þannig að ég vil endilega fá bara einhvern sem að hefur basic stýringu.
Ég er ekki með neinar ákveðnar týpur í huga. Átti á árum áður Voodoo Labs tremolo sem mér líkaði mjög vel við þannig að eitthvað í líkingu við hann er fínt.
Skoða Boss, EHX, Danelectro og flest alla flóruna en verð að viðurkenna það að það þýðir ekkert að bjóða mér Behringer tremoloinn. Hann heillar mig alveg núll prósent.
Þannig að endilega ef þú ert að losa þig við einn, henntu þá á mig svari eða EP.