Sælir og sælar.

Þannig er mál með vext að nýlega eignaðist ég tvo Behringer mixera. Vandamálið er nú það að ég á ekki í þá powersnúrur og var að velta fyrir mér hvar ég gæti fengið svoleiðis.

Aftan á öðrum þeirra stóð að aðeins mætti nota Behringer power snúru, en ekki veit ég hvar þær fást. Plöggið er hringlótt og götin fyrir teinana eru eins og fyrir 3 teina uppi, hægra og vinstra megin í hringnum og í miðjunni gat fyrir kassalaga tein.

Aftan á hinum var plögg fyrir einhvers konar þriggja gata snúru, þ.e. þetta er eins og V laga plögg með þremur teinum inni í sem eru hlið við hlið og er miðjuteinninn aðeins lægra í plögginu en hinir tveir. Þessi er talsvert stærri en hin (enda stærri mixer).


Vona að einhver geti gefið mér einhverja hjálp í þessu og ég geri mér grein fyrir því að þessi þráður gæti hljómað hálfheimskulega með öllum þessum lýsingum…