smá pæling hjá mér… veit einhver til þess að les paul sunburst gítarar hafi einhvern tíma borist hingað til íslands? var td. nokkuð hægt að kaupa þá nýja í hljóðfærabúðum hér á landi?
af hverju ættu ekki að vera eldri Gibsonar hérna? ég hef átt tildæmis Rickenbacker 325 frá 1965, Fender jazzmaster frá 1962 og Gretsch 6120 frá 1967, það er ekki eins og fólk hafi byrjað að flytja inn og spila á rafmagnsgítara í hittifyrra eða álíka.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
já, það væri gaman ef maður væri með milljón plús í vasanum sem maður hefði ekkert betra að gera við, ég rakst einmitt um daginn á frekar gamlann gítar hérlendis sem mér reiknast til að myndi kosta amk 7 milljónir ef hann væri til sölu.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
Einn vinur minn á árg. ´59 af Gibson Les Paul með einskonar mini humbuckerum….sunburst á lit…allur orginal og er svakalegur þessi gítar. Hann vill ekki vita hvað hann er metinn á,ætlar sér bara að taka hann með sér í gröfina hehe….skil það bara vel :D
Hehe já það er líka alveg rétt,enda átti þetta að vera ´69 en ekki ´59….my bad ;D En engu að síður er þetta gullfallegur gítar og hrein unun að spila á og soundar mjög skemmtilega :) Hefði ekkert á móti því að eiga svona gaur :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..