Gunnar Gunnarsson organisti í Laugarneskirkju er bæði að selja Hammond og Rhodes. Ég var að hugsa um að kaupa Hammondinn af honum en hann er bæði dýr hann vill fá tæpan 200 þúsund kall og svo er þetta orgel líka 250 kíló. Ég veit ekkert hvað hann vill fá fyrir Rhodesinn sem er held ég 1980 árgerð en nýuppgert. Annars er alltaf jafn lítið framboð af Hammond og Rhodes á Íslandi. Þetta er fyrsti Rhodesinn sem ég sé til sölu síðan ég keypti minn fyrir 1 og hálfu ári. Varðandi Hammondinn þá er þetta E100 módel og er nokkuð líkt B3 sem er besta módelið. Ef þú getur fengið það á 150 þús þá ert þú með mjög gott orgel en ástæðan fyrir því að ég keypti það ekki er að það er ekkert hægt að ferðast með þetta.