Málið er þannig að ég á allsvaðalega fínan Fender Baja telecaster með 5-way switch og s-1 rafkerfi. Ég var að fá nýjan neck pickup í hús og er að fara að skella honum í. Þannig er mál með vexti að ég nota aldrei neinar af aukastillingunum sem 5-way s-1 rafkerfin bjóða uppá, bara ekki minn tebolli, þannig að mig langar að skipta yfir í hefðbundið 3-way switching af einföldustu gerð.
Er einhver Tele-eigandinn spenntur fyrir að skipta? Einfaldast væri auðvitað að skipta um control plate með öllum pottum og öllu heila klabbinu til að lámarka lóðunarvinnu.