Ég varð mér út um lítið notaðan Boss DS-1 pedala núna seinasta sumar. Ég var búinn að nota hann í kannski rúmar tvær klukkustundir áður en hann hætti að kveikja á sér. Reyndar nóttina áður þá hafði ég gleymt að slökkva á pedalanum áður en ég fór að sofa, en hann var ekki tengdur í neitt - svo hann hefur verið í gangi í kannski svona 6 klst áður en ég vaknaði og tók eftir því að hann var ennþá í gangi Þá bjóst ég ekki við neinu öðru en að batteríið væri bara búið svo að ég lagði bara pedalanum til hliðar og gleymdi honum svo.
Núna áðan keypti ég nýtt batterí og vitir menn, pedalinn virkar ekki. Hvað gæti verið að valda því að lítið notaður pedali hætti bara skyndilega að virka?