Sem fyrrum HOG eigandi vil ég bara segja að þessar græjur eru ekki peninganna virði.
100 þúsund kall fyrir græju sem lætur gítarinn þinn hljóma eins og casioorgel er bara að henda peningunum útum gluggann.
Synthinn sjálfur kostar nýr 75.000 og þá á eftir að kaupa expressionpedala (þú þarft hann) og helst minniseininguna líka sem kostar örugglega ekki minna en 25 þús.
Þetta er svona græja sem virðist vera málið en praktískt notagildi fyrir hana eru frekar takmörkuð, ef þú ert gaurinn sem kláraði djassdeild í fíh og fílar ekkert betur en að misbjóða áheyrendum með hálftímalöngum “lögum” sem skipta helst aldrei um tóntegund þá er þetta græja sem þú getur etv notað í svoleiðis en real world notagildi svona græju er afar takmarkað.
Það er líka einhver digitalfnykur af sándinu úr þessari græju sem er pínulítið pirrandi fyrst til að byrja með en verður algjörlega óþolandi eftir nokkurra daga notkun, ég reyndi að strauja burtu þetta digitalelement með allskonar modulationeffektum en það gekk aldrei algjörlega. Microsynthinn frá EHX er að mínu mati mun skemmtilegri þó hann sé mun takmarkaðri, hann hefur amk analogsánd sem er meira en hægt er að segja um HOGinn.
Prófaðu HOGinn amk virkilega vel og lengi áður en þú kaupir hann.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.