Geturu ekki stillt á hvaða ohm magnarinn tekur aftan á honum?
Ef þú ert með 2 hátalarar skiptir miklu máli hvernig þeir eru tengdir.
2 leiðir. raðtengja og hliðtengja þá.
T.d ef þú ert með 16 ohma hátalara þá myndiru hliðtengja þá og úr því myndiru fá 8 ohm. Stillir þá á 8 ohm aftan á magnaranum.
En ef þeir eru 8 ohm gætiru raðtengt þá og út kæmi 16ohm.
Eða hliðtengja 8 ohm hátalara og þú mundir fá 4 ohm.
Ég er samt ekki að fatta hvað þú ert að meina með að taka þetta og búa til stæðu.
Þú gætir notað þetta box sem auka cabinet fyrir tiny terrorinn sem þú ert með. veit samt ekki hvernig þetta er tengt aftan á þessum magnara, hvort þú ert með jack tengi frá hátölurum sem tengist í magnarann sjálfann eða þetta tengist bara beint í magnarann(lóðað við t.d).