Sælir hugar
Ég er á höttunum eftir góðum delay pedal. Ég á Boss DD-3 sem ég nota en það er tvennt sem plagar mig í sambandi við hann. Í fyrsta lagi er alveg sama hvaða magnara ég nota, ef ég svissa yfir í drive rás verður pedallinn alltaf ofvirkur, þ.e. ég þyrfti sérstillingu fyrir clean rásina og sér fyrir drive rásina. Kannski er það bilun í pedalnum? Í öðru lagi vil ég geta stillt hraðann í delayinu (tap-tempo takki á pedalnum til að stilla hraðann).
Ég nota ekki neitt extreme delay, bara vintage klassískt delay til að fá tempo á tæran rythma eða til að lengja nótur í sóló.
Einhvern tíma prófaði ég T-Rex Replica og vintage delay pedal frá TC og líkaði mjög vel við báða.
Á einhver slíka eða sambærilega gripi á lausu?
Kveðja, geng