Ég veit ekki hvar eða hvort sé hægt að fá tenorsaxofón leigðann en ég hef átt og spilað á svoleiðis og mér finnst rétt að benda þér á eftirfarandi.
það er enginn volumetakki á tenorsaxofón og það heyrist virkilega ofboðslega hátt í svoleiðis, ef þú býrð í fjölbýlishúsi og æfir þig á hann þar þá munu nágrannarnir þínir kvarta og hringja á lögguna, ég prófaði að troða handklæðum og drasli oní minn til að dempa hljóðið en það breytti engu.
Vinur minn keypti sér altsaxofón á sama tíma og ég keypti tenorinn, það heyrist töluvert lægra í svoleiðis, altsaxofónn er nágrannavænn, tenorsaxofónn er það ekki.
Hversu hávær er tenorsaxofónn? Ég hef staðið og spilað á svoleiðis úti á bílaplani þar sem stöð 2 er til húsa uppi á Höfða vísandi í áttina að Grafarvogi og hlustað á nóturnar bergmála af blokkunum í Grafarvoginum, það þarf töluverðann hávaða til að það sé hægt get ég sagt þér.
Mig langar að fá mér saxofón aftur, ég myndi þá fá mér altsaxofón því ég bý í fjölbýlishúsi en sennilega þyrfti ég samt að æfa mig á hann í stúdíóinu mínu sem er hljóðeinangrað því að þó ég eigi mjög umburðarlynda nágranna sem eru seinþreyttir til vandræða þá hugsa ég að innan viku yrði sambúðin við þá orðin frekar stirð.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.