Lítur hann svona út? (sá sem er lengst til vinstri)
http://www.hugi.is/hljodfaeri/images.php?page=view&contentId=5137459Ég fékk þennann fyrir 17 árum síðan og notaði hann í lagi sem endaði á safnplötu, Árni Matt á Mogganum sagði í plötudómi að það væri leiðinlegasta lag sem hann hefði heyrt á ævinni (ég er mjög stoltur af því að hafa misboðið eyrum Árna Matt svona illilega)
Ég veit að Tónastöðin var að flytja inn tyrkneska saza fyrir nokkrum árum síðan sem voru með pickupp, er sá sem þú ert að selja nokkuð með pickupp?
Ég fékk vægast sagt menningarsjokk þegar ég heyrði tyrkneska þjóðlagatónlist spilaða á saz, þessir tyrknesku skrattakollar eru að spila alveg verulega hraða tónlist á þetta sem minnir um margt á fusiontónlist, mér datt ekki einusinni í hug að það væri hægt að spila hratt á svona græju, ég notaði hana meira í frekar druslulega blústónlist, saz hljómar líka alveg sick ef maður notar ebow á hann, þá kemur svona “Það er sjúkrabíll í eyðimörkinni” sánd, verulega lasið dæmi.