Well, við Shima-liðar erum loksins aftur komnir í þann gír að geta spilað aftur eftir langa fjarveru meðlima og töluverðar manna- og tónstílbreytingar.
Núna langar okkur að fara að spila aftur á tónleikum en eftir svona langa fjarveru af því sviði þá er maður orðinn helvíti ryðgaður í þessu skipulagspatti öllu.

Við ætluðum því að tjekka hvort að það væru ekki einhver bönd hérna sem vantaði einhverja til að spila með sér á tónleikum einhverntímann núna á næstkomandi dögum og vikum.

Alltaf er hægt að kíkja inn á myspaceið okkar og heyra eitthvað af gamla draslinu en nýja efnið allt saman er einhversskonar blanda af Thrice, Oceansize, Porcupine Tree, People In Planes og þar fram eftir götum.

Ef ykkur vantar meðspilara þá endilega hendið á mig EP. Væri vel þegið að fá að fljóta með einhverjum svona meðan bandið er að koma sér aftur almennilega upp.


www.myspace.com/shimamusic

og fyrir þá heimtufreku sem vilja heyra eitthvað af nýja efninu þá endilega senda á mig EP með netfangi.