Þú þarft ekkert að panika sko!
Ég er búinn að vera þarna í nokkur ár og þegar ég fór í inntökuprófið þá kunni ég ekkert þessar “kirkjutóntegundir” (jónían, dórían, frígían, o.sv.fr.). Ég hafði verið að læra klassík og var aðeins að læra hjá Hyrti Howser píanóleikara, og hann hafði eitthvað verið að reyna að troða þessu í hausinn á mér.
En T.d. á inntökuprófinu mínu, þá spilaði ég einhverja klassíska prelódíu og síðan Blús í E :'D
Svo var maður látinn spila einhvern lagstúf eftir eyranu með hljómum ( Afmælislagið C: ) ..
Þannig að það er ekkert stórmál að þú kunnir ekki þessa skala og þetta vesen, því að það er stór partur af því sem þú lærir þarna..
.. Og já.. Mixo b9 b13 er ekkert ALLTAF spilaður yfir sjöundarhljóma.. Fer allt eftir aðstæðum :)
..Vona að þetta hafi hjálpað eitthvað :)