Ég held að það sé ekkert til í vestrænni tónlist sem myndi flokkast sem 1/4 step niður, half step niður er tildæmis bilið frá C í B (eða H ef þú vilt kalla það því nafni) og whole step niður er tildæmis frá E í D en 1/4 step til eða frá er bara, tjah, pitchið sem þú færð við að reyna að spila rythma með fljótandi Floyd Rose brú, með öðrum orðum eitthvað falskt..
Í Tyrkneskri þjóðlagatónlist væri etv hægt að tala um 1/4 step þar sem tyrkir notast við meira en 1000 mismunandi tónstiga (ég er ekki að skrökva) og flestir þessara tónstiga innihalda nótur sem óþjálfuðum vestrænum eyrum myndu finnast vera falskar, galdurinn þar er að ef allir í hljómsveitinni halda sig við þessar “fölsku” nótur þá hljómar allt rétt, þessum nótum ná þeir fram með því að nota ýmist bandalaus hljóðfæri (fiðlur osfrv) eða strengjahljóðfæri með færanlegum böndum (eins og tildæmis Saz)
En já, 1/4 step er held ég örugglega ekki til í vestrænni tónlist.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.