Ég mæli óhikað með því að þið kíkið á síðuna hjá honum og lesið eitthvað af greinum eftir hann, þá sjáiði að þetta er maður sem veit um hvað hann er að tala.
En ókosturinn er sá að ekkert er ókeypis í þessu lífi og þetta kostar 55$-58$ (fer eftir því hvað þú færð lesson-pakkann með miklu millibili, 1-6 vikur á milli)
Mér fundust kostirnir meiri en gallarnir í þessu og ég er skráður í þetta program hjá honum (Á 4 vikna fresti fæ ég minn lesson pakka).
Þetta byrjar þannig að þú fyllir út spurningalista, um tónfræði-kunnáttu, hver markmið þín eru með náminu og þvíumlíkt og hann fer svo yfir þetta og býr til kennsluáætlun fyrir þig.
Ég mæli eindregið með því að þið kíkið á þetta og skoðið hvað kallinn hefur að segja, það er fullt af greinum og svona fríu “teaser” efni þarna til þess að skoða og svo getiði sent mér skilaboð ef þið viljið og hafið einhverjar spurningar.
Það er best að ég fari að hætta þessu, endilega kíkið á síðuna og tjekkið á þessu fyrir ykkur sjálf.
Kveðja, Reyni
I got rabies shots for biting the head off a bat but that's OK - the bat had to get Ozzy shots.