ég prófaði þennann Jagúar í Hljóðfærahúsinu um daginn og mér fannst hann alveg afleitur, það skrifast reyndar örugglega að einhverju leyti á það að það voru mun grennri strengir í honum heldur en ég nota að öllu jöfnu en það þurfti líka að láta einhvern viðgerðarmann fara yfir hann, mér fannst tildæmis (minnir mig) g strengurinn vera of nálægt fingraborðinu (held að það sé of djúpt gat í nuttinu á honum)
Nýjir jagúarar og jazzmasterar eru með eins pickuppana í mismunandi umbúðum, pickuppar í gömlum jazzmasterum eru allt öðruvísi hljómandi heldur en þessir nýju, seymour duncan framleiða pickuppa í jazzmastera sem hljóma nær þeim gömlu heldur en þessi grey sem eru í Fenderum í dag.
Taktu líka eftir því að jagúarinn í hljóðfærahúsinu er með aðeins styttri háls en tildæmis Stratocaster eða Telecaster, hálslengdin á jagúar er svipuð og á Les Paul, sumum finnst svona styttri háls þægilegri (mér finnst það) en á móti kemur að jagúarinn er líka með þrengra fingraborði en strat eða telecaster (og reyndar Les Paul líka) sem er tildæmis vont ef þú gerir mikið af því að beygja strengi, ég átti gamlann jazzmaster og hann var einmitt með svona þröngu fingraborði og þrátt fyrir það að hann hljómaði betur en flestir gítarar sem ég hef prófað þá átti ég svo erfitt með að hitta á strengina að ég losaði mig við hann.
Ó já, og enn eitt þarf að hafa í huga, til að tremelóið á Jagúar sé til friðs þarftu að skipta um brúnna á gítarnum, strengirnir renna uppúr söðlunum á jagúarnum eins og hann er núna, yfirleitt skipta menn út brúnni fyrir brú af fender mustang eða jafnvel les paul.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.