Sjálfur hef ég verið að læra hjá Stefáni á bassa í tónlistarskólanum á akureyri í nokkur ár.
Stebbi finnst mér alveg frábær karakter og mjög fínn kennari. Bassanám hefur pínu verið í lausu lofti þar sem ekki hefur verið til námsskrá en hún er loksins komin.
Ég hef hinsvegar náð að læra mjög mikið (og líklega meira ef ég hefði lagt aðeins meira á sjálfann mig, en hef ekki verið að gefa mér alveg nógu góðann tíma í að sinna náminu, sem hefur mikið með skipulagsleysi hjá mér að gera).
Í byrjun fórum við auðvitað bara í grundvallaratriði, læra á hálsinn, grunnskala, fingrasetningar og ýmislegt annað. Auk þess að taka svo inná milli “skemmtiefni” (spila skemmtileg lög, læra slapp og annað slíkt)
Núna er ég kominn í dýpri pælingar, að læra að spila eftir nótum on-sight, spila eftir hljómum, læra ýmislegar hljómfræðilegar pælingar, að spila línur (mjög mikið í walking bass pælingum), bassahljóma, skala upp 3 áttundir, lydian, dorian og alla þá skala.
Tók líka einhverja tónfræði, jújú það er ágætis kunnáta en mér fannst kennslan hálfgert frat (enda var ég með fullt af 8-10 ára krökkum í hóp)
Einnig hef ég verið í samspili sem mér hefur fundist misjanft. Byrjaði í rokklagacoverbandi þar sem farið var í bók sem voru einhver nokkur lög og sér bók fyrir hvert hljóðfæri. Það var mjög fín samspilsæfing.
Það band sem hefur gefið mér mest í tónlistarskólanum var undirspilið fyrir söngkennsluna, þá voru þetta um 10-15 lög(oftast lög sem maður kannaðist við) og við fengum bara hljómablöð, þurftum að lesa það og smíða utanum það línur og groove.
Var svo settur í BigBand verkefni, en það var ekki minn tebolli, hafði ekki þolinmæði í að spila note-by-note eftir nótnablöðum, æfa í klukkutíma með rythmasveit og svo einn og hálfann strax á eftir með blásurum líka, og þetta krafðist líka helst 2-3 tíma á dag æfingu fyrir hvert skipti, því það var farið í nýtt lag á næstum hverri æfingu. Gafst upp á því eftir 1-2 mánuði.
Núna er ég svo í einhverju jazz verkefni, finnst það heldur ekki alveg nógu skemmtilegt, kanski bara lagavalið sem hentar mér ekki, núna er ég aftur kominn í hljómablöð og að smíða línur, en mér næ bara ekki að tengjast tónlistinni nógu mikið þar sem hún höfðar ekki nógu vel til mín.
Svo, utan tónlistarskólans tók ég svo þátt í söngleik í framhaldsskólanum, það hefði ég ekki getað án reynslu minnar úr tónlistarskólanum, sönleikurinn var We Will Rock you og þetta voru 30 lög, mynnir að þetta hafi verið 3 vikur frá því að ég fékk giggið og þangað til að sýningar hófust, en fyrstu vikuna var ég að æfa heima, tók svo tvær æfingar með hljómsveit næstu vikuna og þriðju vikuna var full æfing með leikurum. Þetta er það sem hefur gefið mér hvað mest af minni reynslu, enda fékk ég tækifæri til að spila með einum bestu tónlistarmönnum bæjarins, það eitt, að spila með einhverjum sem eru margfalt betri en maður sjálfur (en samt ekki endinlega að spila lög sem eru of ervið fyrir mann) en besta reynsla sem ég hef fengið.
já, vona að einhver hafi nennt að lesa þetta.
en bottom like: Bassakennsla í tónlistarskólanum á akureyri er þess virði að mínu mati.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF