Datt í hug að koma af stað smá umræðu. Hafið þið einhverja reynslu af slæmum/lélegum tónlistarskólum?

Get sagt frá slæmri reynslu af tónlistarskólanum Tónheimar sem er þarna í faxafeni.
Mjög slakur skóli, fór á pianonámskeið þar í fyrra og bjóst nú við því að maður kynni aðeins fleiri hljóma þegar allir þessir tímar voru búnir en komst svo bara að því eftir námskeiðið að ég hafði ekki lært neitt nýtt.
Þó kennararnir þarna kunni á píanó þá kunna þeir ekki að kenna á píanó. Svo eru alveg allt að 6 manns saman í tíma og allir við sér rafmagnspíanó og headphone.

Æjj ég amk hef alveg lært í mörg ár á píanó og verið hjá nokkrum kennurum en námsefnið þarna í þessum skóla er það alversta sem ég hef vitað um, engin stefna í náminu þarna og í raun öruglega engin kennsluskrá.

Sé eftir því að hafa farið þarna og borgað helling fyrir ekki neitt.

Mæli amk ekki með þessum skóla, hvorki fyrir byrjendur né lengra komna.

Eigiði svipaðar sögur til að vara fólk við lélegum tónlistarkólum?
Cinemeccanica