Hvað ykkur eðlilegt að borga hljóðmanni fyrir tónleika?
T.d. í mínu tilfelli mæti ég oftast uppúr hádegi og byrja að rigga upp, bíð eftir að fá allar græjurnar á staðin, sándtékk er oftast um 5-6 og er í langflestum tilfellum í ýmsum snúningum og reddingum þangað til tónleikar byrja (flestum tilfellum um 8 leitið). Tónleikarnir standa oftast í um 2 til 2 og hálfann tíma, og svo má reikna með að frágangur sé svona einn til einn og hálfur tími, ég kem samt oft í frágang daginn eftir.
Þetta er um 10-12 tíma vinna fyrir hverja tónleika. Hvað finnst ykkur eðlilegt að borga fyrir slíkt ?
Ofaná kemur að ég hef svo oftast verið að skaffa meirihluta af micum sjálfum (þar sem tónleikasalurinn þar sem ég vinn er orðinn afskaplega fátækur), kem með alla trommumica, oftast 2 söngmica og oftast gítarmic á allavega annann magnarann. Hef svo vanalega skaffað direct box (frekar kem ég með minn eigin magnara heldur en sitja uppi með eitthvað drasl, sem er í flestum tilfellum raunin ef ég geri ekkert í þessu)
Ætla ekki að gefa upp hvað ég hef verið að fá fyrir þessa vinnu hingaðtil, en er bara á launaskra og stimpilklukku.
Hvað fyndist ykkur sanngjarnt sem hljómsveit (á meðan tónleikum eru kanski að spila 10-15 mismunandi aðilar) að borga hljóðmanni fyrir þjónustu sína ( athugið að við erum að tala um vinnu á vímulausum tónleikastað, en ekki á t.d. bar sem er rekinn í gróðaskini gegnum áfengissölu og annað slíkt)
Hvap fyndist ykkur í mínum sporum sanngjarnt að ég væri að fá fyrir þetta.
Hef heyrt sögur að því að margir hljóðmenn mæti fimm mínútur í sándtékk, þegar hljómsveitirnar eru búnar að setja allt upp sjálfar, fari að síðasta lagi loknu og eru kanski sótölvaðir á meðan á tónleikum stendur, þeim finnst mér ekki eðlilegt að vera að borga en ég er oftast fyrsti maður á staðinn, síðasti maður út og legg mig allann fram í að reyna að gera hlutina eins vel og ég get, og nota frekar græjur sem ég á persónulegra ef ég tel þær betri en þær sem eru fyrir hendi (eða þá að þær séu ekki fyrir hendi yfir höfuð)
Allavega, langaði að reyna að koma af stað smá umræðu um þetta.
Bætt við 7. janúar 2010 - 03:17
er alls ekki að reyna að mikla sjálfann mig neitt btw. ég er ekkert besti hljóðmaður á landinu og það er langt svo frá að allt sem ég geri sándi vel, en ég legg mit af mörkum að reyna að læra af reynslunni, og gera allt eftir minni bestu getu. Ef eitthvað klúðrast eða fer illa reyni ég bara að gera það betur næst.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF