Mig minnir að það hafi verið lampar í þessu söngkerfi en ég þori samt ekki að fara með það, ég notaði alveg gríðarlega mikið af fíkniefnum á þeim tíma sem ég átti þetta og satt best að segja gæti þetta söngkefi hafa verið gufuknúið án þess að ég hefði orðið þess var.
vinur minn notaði hýsinguna utanaf þessu söngkerfi sem kassa utanum gítarmagnara sem hann smíðaði handa mér, ég er ekki viss um að það hafi verið neitt af upprunalega dótinu eftir í græjunni þegar hann var búinn að gera gítarmagnara úr þessu.
Samkvæmt því sem vinur minn sagði mér varð þetta að 400w gítarmagnara.. Jamm, 400w og það í ofanálag lampamagnari..
Þetta varð óýkt fallegasti magnari sem ég hef séð, hann setti svona stálplötu með tíglamunstri framaná kvikindið með einum volumetakka, on/off rofa, standbysvissi og ljósi sem sagði hvort það væri kveikt á græjunni og til að toppa alla geðveikina þá voru 3 viftur framaná draslinu til að kæla lampana, þær voru ófáar gítarhetjurnar sem létu sig fallast á hnén fyrir framan þennann magnara í þögulli tilbeiðslu.
ég keyrði með þessum haus bassabox á stærð við amerískann ísskáp með tveimur 15 tommu hátölurum og vegna þess að ég var að spila á hollowbody gítar á þessum tíma varð ég að kaupa mér 6 metra langa snúru og standa eins langt frá magnaranum og snúran náði til að það væri ekki öskrandi feedback, mín stærsta eftirsjá er að ég hafi ekki tekið mynd af helvítinu, þetta var algjört ferlíki.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.