Mæli alveg sterklega með kennslumyndböndum frá MacProVideo.com
Ég er búinn að horfa á held ég öll Logic videoin og það er ýmislegt sem maður lærir.
Einnig er manualinn sem fylgir með logic líka mjög góður, auk þess sem að á logicprohelp.com er virkt og gott spjallborð fyrir logic.
Einnig hef ég grætt mjög mikið á því að einfaldlega opna key commands gluggann og fletta niður og lesa hvaða key commands eru í boði.
Margar mjög þægilegar key-commands sem eru ekki bindaðar by default
Bætt við 3. janúar 2010 - 22:56
á því sem ég sé samkvæmt því að skoða listann á sýrland námskeiðinu finnst mér maður læra mjög lítið fyrir þennann 40þ kall (á móti þess að kaupa nokkur kennslumyndbönd á macprovideo)
Ég fór einusinni á almennt upptökunámskeið hérna á Akureyri, það voru mynnir mig 80 eða 90 klukkutímar (3 tímar í senn, 2x í viku) og auk þess fylgdi gjafabréf í tónabúðina fyrir 40 eða 50þ kr og fyrir þetta námskeið borgaði ég 100þúsund.
Það var ekki kennt sérstaklega á neitt forrit, en hann notaði Nuendo, og við gátum notað Cubase 4 í “workshop”. Farið var yfir flestöll atriðin, mismunandi skref upptökuferlisins, farið yfir ýmsa míkrafóna, micstaðsetningar o.s.frv. Einn tímann fengum við trommara á svæðið og vorum leidd í gegnum uppsetningu mica á trommusetti
Lærði mjög mikið, og er enþá í góðu sambandi við leiðbeinandann ef að ég hef spurningar eða vantar að fá lánaðar græjur.
Ef að næg eftirspurn myndi verða í annað slíkt námskeið er aldrei að vita nema ég geti sannfært hann um að halda annað
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF