Þú þarf að mæla viðnám. Það ætti að vera svona merki þar Ω. Ω = ohm sem er mælieining fyrir viðnám. Ertu ekki annars með digital mæli? Þú ert sennilega með mæli þar sem hægt er að velja stillingu hvaða viðnámsstærð þú býst við að mæla. Það stendur t.d. 200,2000,20k,200k,2000k. Þetta stendur fyrir hvað er hæsta viðnámsmæling fyrir hverja styllingu. Ástæðan fyrir því að þetta er gert svona en ekki bara ein stylling er til þess hafa mælingarnar sem þú sérð sem nákvæmastar. Hér skiptir ekki miklu máli hvaða stilling er valin þar sem þú ert aðeins að mæla hvort það sé full leiðni eða ekkert samband. Ef það er ekkert samband milli punkta ætti ekkert að koma upp á skjáinn hjá þér. Ef það er fullt samband ætti eitthvað nálægt 0 að koma á skjáinn. Nokkur ohm er allt í lagi þar sem eitthvað viðnám er í vírunum. 0Ω = full leiðni. Stundum getur verið slæmt samband og þá er mikið viðnám milli punkta.
Núna veit ég ekki nákvæmlega hvernig þessi rofi er víraður þar sem til eru margar aðferðir. En vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Þetta er rofinn séður ofan frá. Þetta eru í rauninni tveir rofar sem skipta um stöðu báðir í einu. Línurnar milli talnanna segja hvort það er leiðni.
1 2
| |
3 4
5 6
Ýtt er á rofann (skipt er um stöðu)
1 2
3 4
| |
5 6
Stilltu mælinn á einhverja stillingu (t.d. hæstu stillinguna en þá er niðurstaðan á skjánum sennilega í kohm).
Settu annan mælipinnann á tengipunkt 1 og hinn á tengipunkt 3. ( ef þú ert ekki búinn að tengja við mælinn þá fer svarti í þar sem oftast stendur COM og rauði fer í þar sem oftast stendur VΩmA eða eitthvað svipað.)
Ef það er ekki leiðni milli 1 og 3 ætti að vera leiðni milli 3 og 5 þar sem hann er þá í þeirri stöðu.
Settu mælipinnana á 3 og 5
Ef það er ekki leiðni milli 3 og 5 er sambandsleysi.
Ef leiðni er milli 1 og 3, og síðan 3 og 5 þegar skipt er um stöðu þá er allt í lagi þar.
Endurtaktu þetta með pinna 2, 4 og 6 á rofanum.
Þetta er kannski svolítið óskýrt en vonandi hjálpar þetta eitthvað. Endlilega spyrja ef þú skilur eitthvað ekki:)
Bætt við 4. janúar 2010 - 17:54 núnú það kom Ω í staðin fyrir ohm merkið:D veit ekki hvernig maður setur það inn en getur séð það hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Ohm