úff, það er alveg stolið úr mér, tékkaðu bara á vídjóunum á proguitarshop.com þar ættirðu að finna Fuzz sem hljómar svipað og Tone Benderinn.
Annars myndi ég bara í þínum sporum prófa að tengja tildæmis compressor eða equalizerpedala á undan fuzzinu, það gjörbreytir karakternum á fuzzinu, compressorinn heldur nótunni lifandi aðeins lengur og þá fer fuzzinn frá því að hljóma svona MMmmmm í að hljóma svona MMMMMM ef þú skilur hvað ég á við..
Gítarsánd á geisladiskum eru yfirleitt compressuð alveg í tætlur til að ná fram meira sustaini, það er hægt að stytta sér leið að meira prófessjonal sándi með compressor, hann straujar reyndar burtu töluvert að dýnamikk úr spilamennskunni og það er viðbúið að það bætist við svolítið suð en það þarf samt ekki að vera neitt að ráði, ef þú átt Big Muff sem í minningunni er frekar hrár fuzz þá myndi ég amk prófa að setja compressor fyrir framan hann áður en þú ferð að splæsa einhverri skrilljón í nýjann Fuzz, boss compressorpedalar eru að ganga á einhvern 5 til 7000 kall hérna á huga en nýr fuzz frá svona 16 og upp í 35.000 kall útúr búð, meira ef þú pantar einhverja handsmíðaða sparítussu frá útlöndum.
Og já, prófaðu líka að tengja einhvern “kurteisann” overdrivepedala á undan fuzzinu, það gæti líka verið málið.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.