Ég var að fá nýjan lampamagnara í jólagjöf og þetta er semsagt marshall DSL 100 haus með 1960 A Boxi.
En spurningin er að á hausnum eru tveir takkar,
annar rauður sem stendur Power fyrir neðan
og hinn blár og stendur standby fyrir neðan.
Ég var að pæla sá sem ég keypti hann af sagði að ég ætti að nota rauða takkan fyrst í svona 1 min
svo íta á bláa og rokka svo og allt í lagi með það.
En svo las ég grein hér um umhirslu lampamagnara
og þar stendur að ég eigi að nota bláa takkan eða standby i svona 30-60 sek til að hita upp og svo ýta á rauða.
Svo ég spyr á hvorn takkan á að ýta á til að forhita magnarann.