Til hamingju með magnarann, þetta er sko alvöru græja!
Ég er með Gibsonmagnara frá 1960 og eitthvað og það er upprunalegi hátalarinn í honum sem er Gibson hátalari með alnicosegli, hátalarar með alnicoseglum eru frekar dýrir og það er ekkert endilega alveg gefið að þú myndir heyra það mikinn mun á hljómnum frá svoleiðis hátalara að þér þætti þannig hátalari vera peninganna virði þegar upp væri staðið.
Í gömlum amerískum lampamögnurum voru oft notaðir Jensen hátalarar (þeir eru ennþá notaðir í suma Fendermagnara) mér skilst að gæðin séu ekki þau sömu í nýjum Jensen hátölurum og í gömlum svoleiðis hátölurum en Jensen hátalari með alnicosegli kostar bara tæplega þriðjunginn af því sem Celestion Blue með alnicosegli kostar þannig að ef þú ert að pæla í hátalara með alnicosegli þá er það kannski góð lausn, þú þyrftir samt að panta svoleiðis hátalara að utan því þeir eru örugglega ekki til hérlendis.
Sjálfur myndi ég bara setja celestion vintage 30 eða einhvern svipaðann hátalara í þennann magnara, í hvernig ástandi er þessi magnari að öðru leyti? Ég reikna með að magnari frá 1960 þurfi nýja þétta og tilheyrandi ef fyrri eigandi hefur ekki verið búinn að skipta um allt slíkt í honum, þegar ég fékk Gibsonmagnarann minn þá þurfti að henda úr honum svona hálfu kílói af þéttum og drasli sem var úr sér gengið, það kostaði mig alveg slatta af peningum að koma magnaranum mínum í lag en það var alveg peninganna virði, þessir gömlu magnarar eru handvíraðir og hljóma betur en flest þegar þeir eru komnir í lag.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.