Ég veit ekki alveg hvað MK II stendur fyrir (þú getur kannski frætt mig um það) en já það stendur MK II á fuzzinum sjálfum.
Þú getur vissulega fengið flott muff sánd út úr honum, en hann býður upp á svo miklu miklu meira. Persónulega er ég ekki hrifinn af þessu scoop-aða muff sándi.
Hljóð-svið-breiddin í þessum fuzz er gífurlegt. Allt frá mjög scoop-uðu metal fuzz rugli yfir í mjög miðjukennt vintage fuzz.
Ég hef ekki áður prófað fuzz sem er með svona mikið “raddsvið” eins og bólgna gúrkan.
Svo er botninn í þessum fuzz alveg hrikalega djúsí!!! Það lyggur við að maður þurfi ekki bassaleikara á köflum.
Það er ótrúlega gaman að spila stöff í anda white stripes og the black keys þar sem að þar er bara gítar og trommur.
Ég væri helst til í að eiga 3-4 gúrkur, á brettinu, þar sem ég gæti verið með jafn mörg, mjög ólík sánd við lappirnar.
Galdurinn við þennan pedala eru þessir littlu “scoop” og “crunch” takkar sem breyta karakternum fáránlega mikið. Og ekki nóg með það þá eru innbyrðis pottar sem breyta virkni scoop og crunch takkana.
Eini gallinn við þennan fuzz er sá að þessir innri pottar skulu ekki vera utan á lyggjandi.
Ég gæti endalaust babblað um ágæti þessa pedala, en ég mæli bara með því að skoða eins mörg video af honum og þú finnur á vefnum.
…og já, þetta með FF-inn. Ég sé mikið eftir að hafa látið hann frá mér. Þar er sánd sem að gúrkan nær ekki alveg ;)
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~