Sælir allir. Síðustu viðskipti gengu ekki upp og því er hann enn til sölu.
Um er að ræða Fender Hot Rod Deville 4x10 frá árinu ca. 2001 í MINT ástandi. Einungis hefur verið spilað i gegnum græjuna á lágum hljóðstyrk í heimahúsi.
Þessi magnari er framleiddur hjá Fender í Kaliforníu á meðan nýrri magnarar af sömu gerð eru framleiddir í Mexíkó. Þetta er yndislegur magnari, en óþarflega kraftmikill fyrir mig, þar sem ég er bara í heimaspilun.
Verðið er 110 þús. og það er óhagganlegt. Þó er ég opinn fyrir skiptum á minni gæðamagnara, helst öðrum lampamagnara.
Bætt við 20. desember 2009 - 09:09
Í sambandi við verðið þá bendi ég á að hljóðfærahúsið er með Hot Rod Deluxe 1x12 notaðann á 130.000. Mun minni magnari úr sömu seríu. Vildi bara benda á þetta til að sýna að verðið mitt er mjög gott.