í hefðbundnum lampamagnara gera formagnaralamparnir alveg helling fyrir sándið, það getur gjörbreytst karakterinn í magnaranum eftir því hvernig lampar eru í formagnaranum.
Ég veit hinsvegar ekki að hve miklu leyti valvestate magnari hagar sér öðruvísi með nýjum/betri lampa þar sem ég held að lampinn sé ekki beinlínis formagnaralampi í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur sé meira hugsaður sem eitthvað sem “litar” hljóminn örlítið þeas að hann komi í staðinn fyrir einhverjar transistordíóður eða slíkt og við það fáist eitthvað í líkingu við hljóminn úr lampamagnara (ég kann ekki að lýsa þessu betur og ég gæti mögulega haft rangt fyrir mér)
Ég las einhversstaðar að lampinn í valvestate mögnurum tengdist hreinu rásinni í magnaranum en gerði ekkert við overdrive rásina, þeas að hugmyndin væri að hann “hlýjaði” upp sándið á hreinu rásinni, sömuleiðis er ég ekki alveg 100% viss um að þetta sé rétt.
En allavega þá ef að það er ennþá upprunalegi lampinn í magnaranum og að hann er búinn að vera þar í mörg mörg ár þá myndi ég ætla að það væri tvímælalaust kominn tími til að skipta um lampa.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.