Ég er með Line6 magnara í þessari venjulegu stærð sem var svo vinsæl hér um árið. Hann er mjög lítið notaður og virkar vel. Mér finnst hann ágætlega kraftmikill og hann hefur reynst mér bara frekar vel. Þessa stundina spila ég ekki svo mikið á gítarinn minn svo að magnarinn tekur eiginlega of mikið pláss.
Ég fór því að hugsa um hvort að það væri einhvern sem að vantaði stærri og kraftmeiri magnara og væri því til í að skipta við mig. Ég var að hugsa um t.d. 15-30 w Vox magnara eða eitthvað þvíumlíkt. Ég er samt ekki tilbúinn til þess að skipta við svona squier magnara sem að fylgir með byrjendapökkum. Ég á svoleiðis einhversstaðar.
Er einhver til í skipti ?