Ókei, ég á of mikið af græjum og sumt af þessu stöffi hef ég engin not fyrir, ég er að spá í að selja eitthvað af þessu ef gott verð fæst fyrir það.

Marshall JTM45 reissue haus (mig minnir að hann sé frá 2006 en ég er ekki viss) hann er í toppstandi en ég ekkert að hljómsveitast lengur og ef ég set volumeið á honum uppfyrir 2 þá hringir einhver á lögguna.
http://marshallamps.com/product.asp?productCode=2245(JTM45)

Marshall TSLC 2X12 box, 2x75w celestion hátalarar, hljómar æðislega, í toppstandi, athugið að ég sel boxið alls ekki nema að hausinn seljist líka hvort sem það selst með hausnum eða stakt.
http://www.mercatinomusicale.com/allegati/1335150.jpg

Z-Vex Nano head lampamagnari. 1/2 vatt, geðveikur í upptökur og með 2X12 boxinu mínu hljómar hann eins og Marshallmagnari á sterum nema að þú getur semsagt hækkað vel í kvikindinu án þess að nágrannarnir hringi á lögguna.
http://www.youtube.com/watch?v=BOLOZHodvBs&NR=1

Ibanez CP-9 compressor. þetta er gamall eighties compressorpedali, ég keypti hann héðan af huga um daginn en komst svo að því að ég hefði ekkert við hann að gera, þetta er alveg tussugóð græja og gerir nákvæmlega það sem compressor á að gera án þess að lita gítarsándið neitt, very good shit!
http://www.mohomods.com/ebay/cp9405121.jpg

Ég set 10.000 kall á compressorinn en ætla bara að leyfa ykkur að bjóða í hitt dótið, sendið mér þá bara skilaboð með hvað þið séuð tilbúnir að borga, ég er hugsanlega opinn fyrir einhverskonar skiptum, tildæmis vantar mig gítar með single coil eða p90 pickuppum og sömuleiðis cymbalastatív og góðann ridecymbal, eins gæti ég mögulega haft áhuga á góðum hihat plús hihatstatívi.

Síðast þegar ég vissi kostaði JTM45 haus tæp 170 þúsund nýr í rín, svona 2X12 box var á einhvern 65 þúsund kall samkvæmt verðlistanum sem hafði ekki verið uppfærður ansi lengi og Zvex nano head græjan er alls ekki gefins heldur (300 pund í bretlandi, tæpa 500 dollara í bandaríkjunum) mér finnst sanngjarnt að tálga ca 1/3 af verðinu á notuðum hljóðfærum þannig að tilboð sem eru mikið undir þannig tölum verður sennilega ekki svarað nema í besta falli með neitun.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.