Ég skrifaði fyrir um það bil ári grein með ýmsum punktum til hljómsveita sem eru að spila á tónleikum og margir góðir aðilar bættu ýmsum punktum við þann lista.

sjá grein hér:
http://www.hugi.is/hljodfaeri/articles.php?page=view&contentId=6388964

Var svo að taka saman annann svipaðann lista, sem er samt meira stílaður að mínum persónulegu þörfum/skoðunum fyrir bönd sem eru að spila í Húsinu á Akureyri sem mig langaði til þess að koma á framfær hér, þar sem margir þessara punkta eiga þó við á fleiri stöðum og er holl lesning fyrir flesta sem þurfa að hafa samskipti með hljóðmönnum.

Ekki geyma neitt á sviðinu/í salnum, farið með allt dót beint inn í tölvuherbergi, þetta á við um hljóðfæri, töskur, trommudiska, effecta, snúrur o.fl. Það á ekki að vera neinar græjur í sal eða á sviði (bakvið drapperingarnar meðtalið) sem að eru ekki í notkun.

Geymið allt dótið ykkar á sama stað og hinir meðlimirnir (takið frá eitthvað horn eða borð undir ykkar dót)

Verið búnir að tuna áður en þið farið á svið, helst tvisvar ;)

Hlustið á hljóðmann/sviðsstjóra og fylgist með ef hann er að reyna að hafa samband við ykkur.

Komið á framfæri fyrirfram (í eða fyrir soundtékk) hvað þið ætlið að nota marga söngmica (láta vita ef þið ætlið að fá gest upp á svið) og hvort þeir eiga að vera á stöndum eða handheldir.

Ef þið fáið sándtékk, fáið blað og penna og skrifið niður magnarastillingar eftir sándtékkið ykkar ef þið eruð að nota sama magnara og einhverjir aðrir. Takið blaðið með ykkur á svið og stillið magnarann eftir því.

Ekki eyða miklum tíma í að stilla upp trommusetti fyrir soundtékk (nema þið séuð síðasta band í sándtékk og fyrsta band á svið)

Við byrjun á sándtékki er vanarlega ekkert í mónitorum, þið fáið ekkert nema þið biðjið um það (eða bandið á undan í sándtékki hafi beðið um það), hljóðmenn lesa ekki hugsanir. Það þarf að biðja um hlutina til að fá þá.

Virðið það þegar meðlimir eru að reyna að tala við áhorfendur/hvorn annan/hljóðmann og framkallið ekki hávaða á meðan. Suð úr distortion rásum og pedölum telst sérstaklega með, það er alveg óþolandi leiðinlegur hávaði.

Þegar verið er að soundtékka, ekki spila nema um það sé beðið, fylgist með þegar hljóðmaður reynir að ná sambandi við ykkur. Ef að þið þurfið að stilla til magnarann, tékka sándið í trommusettinu o.s.frv, spyrjið hvort það sé í lagi og/eða reynið að gera ykkur grein fyrir því hvort þið séuð að trufla.

Bandið sem er fyrst á svið soundtékkar seinast og má skilja við græjurnar eins og þeir ætla að nota þær.

Ef þið eruð tilbúnir að spila, en ekki annar meðlimur bandsins, reynið að komast að því hvort þið getið hjálpað honum til að flýta fyrir.

Prufið snúrurnar ykkar fyrir tónleika! Ekki mæta með bilaðar snúrur

Ég reyni oftast að koma því fyrir þannig að það sé einfaldlega bara snúra í hverjum magnara. Ekki vera að skipta og nota ykkar snúru ef þess þarf ekki, það skapar bara hættu á að þær ruglist og snúrur hverfa fyrir misskilning.

Mjög oft þarf að taka til í sal fyrir tónleika, t.d. fjarlægja stóla, borð og annað slíkt, það er mjög vel þegið ef að þeir sem eru ekkert að gera geta hjálpað til (samt ekki gera bara eitthvað, reynið að spyrja einhvern sem veit hvað á að fara og hvert það á að fera)

Reynið að komast að því fyrir tónleika hvernig þið eigið að skilja við magnara þegar þið farið af sviðinu. Eigiði að slökkva ? Setja á mute, standby, taka jacksnúruna úr eða hvað ?

Þegar skipt er um hljómsveitir á sviðinu:
Gítar og Bassaleikarar fara bakvið með hljóðfærin sín strax, koma svo aftur og taka saman effecta o.fl sem þeir notuðu. Fara þvínæst að hjálpa trommaranum að taka niður
Trommarinn tekur snerilinn sinn og sækir cymbalatöskuna sína, söngvarinn byrjar að losa cymbalana á meðan.
Söngvari og aðrir meðlimir byrja að pakka niður cymbölum. Spyrja trommarann hvort það sé eitthvað sem eigi ekki að taka af settinu, trommarinn losar kickerinn og hefur yfirumsjón með að cymbalar séu teknir niður.
Bandið yfirgefur sviðið.

Þegar gítar og bassaleikarar í bandinu sem eru að fara af sviðinu eru búnir að taka sitt dót, fer gítar og bassi í næsta bandi að gera sig tilbúna. Þegar þeir telja sig tilbúna ráðfæra þeir sig við hljóðmann um magnarastyrk og annað slíkt. Fara svo að hjálpa til við að setja upp trommusettið.

Trommari setur upp kicker og sneril meðan hljómsveitarmeðlimir raða upp cymbölum eftir fyrirskipun trommara.
MUNA AÐ ATH HVORT AÐ MICINN SÉ Á SNERLINUM.
Trommari á einnig að geta þekkt hvernig trommumicarnir eiga að vera (í samráði við hljóðmann, fínt að fara yfir það í sándtékki), t.d. ef að þeir hafa snúist við uppstillingu eða slegið er í þá svo að þeir færast til. endinlega lagið mica þá við fyrsta tækifæri (á milli laga eða eitthvað)

Gott er ef að gítarleikarar þekkja hvernig micinn á að vera á magnararnum (takið eftir hvernig hljóðmaður stillir honum upp) svo að hann geti séð ef einhver hefur rekið sig í hann eða hann hefur sigið. Hljóðmaður kíkir í flestum tilfellum yfir micana áður en bandið byrjar, en ýmislegt getur gerst.

Söngmíkrafónar á sviði eru í flestu tilfellum micar sem hannaðir eru til þess að söngvarinn sé með micinn mjög nálægt, ef sungið er langt frá (frekar algengt með fólk sem er að reyna að horfa á hljóðfærið sitt meðan það syngur) heyrist minna, og meiri líkur eru á feedbacki þegar hljóðmaður reynir að bæta upp fyrir hljóðstyrkinn sem tapast við að söngvarinn færi sig fjær.

Söngvarar þurfa þó líka að kunna að beita micnum, ef að þeir eru að syngja svona mellow-hátt, en taka svo allt í einu öskur þarf að færa sig örlítið lengra frá til að allt fari ekki til andskotans.

Söngvarar, passið ykkur að vera ekki að beina micnum of mikið í mónitorana.



Komið ágætt í bili af þessu, endinlega gott að koma af stað annari umræðu varðandi þessi mál. Margt af þessu sem verður aldrei of oft sagt.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF