Ég lenti í því að hálsinn á kassagítarnum mínum brotnaði. Þetta er tæplega 5 ára Garrison kassagítar með pickup. Ég hafði verið að spila kvöldið áður, þegar þetta gerðist.
Yngri dóttir mín hafði rekið sig í töskuna sem var soft bag, og gítarinn datt í gólfið og ofan á hana. Mér datt ekki einu sinni í hug að gítarinn hefði brotnað. Ég reisti hann bara við og spáði svo ekkert í það fyrr en nokkrum dögum síðar, þegar ég var að fara að hafa mig til fyrir spilerí um kvöldið. Opnaði töskuna og fann greytið með sprunginn háls, alveg upp við hausinn. Ég er búinn að vera alveg eyðilagður yfir þessu. Ég er búinn að sýna félaga mínum þetta, og einnig lagt þetta fyrir gítarsmið. Hef litla hugmynd um hvað endanlegur kostnaður verður á þessu. En maður passar betur upp á gítarinn sinn héðan í frá!