Þessi óþekkti en án efa mikli gæðagripur er enn til sölu.
Ég skil vel að menn séu skeptískir en ég legg minn heiður að veði og held því fram og stend fram við það fram í rauðan dauðann að þetta er gæða gripur !
Hef prófað óteljandi gítara og margar gerðir fyrir utan að ég á þá nokkra sjálfur.Og ég stend alveg fyllilega við það,þessi Channel er æði !
Og ATH…er í eyjum !!!
Fyrir ekki sem sáu eldri auglýsingu,þá er hann svona:
25.5" háls
floyd rose
1x volume,1x tone
5 way switch
er viðarlitaður (úr hverju hann er smíðaður er vafamál en hugsanlega gæti verið maghony)
Uppfærður fyrir uþb 6 mán. síðan með nýju rafkerfi (pickups,vol/tone pottar,switch,input,vírar)
Seymour Duncan pickups:
Invader í bridge
Hot Rail í Middle
Cool Rail í neck
Allt hardware er svart og í mjög góðu standi sem og allur gítarinn í sinni heild.Nema það er eitt sem ég gleymdi að nefna áður,en það er ekki hægt að lækka alveg í honum einhverja hluta vegna.Annaðhvort er það lóðning eða potturinn hefur verið gallaður (var settur glænýr í).Hefur þannig séð engin áhrif á soundleg gæði,og ef menn vilja laga þetta þá bendi ég væntanlegum kaupanda að fara með gítarinn til hans Gunnar gítarsmiðs og láta laga þar á minn kostnað,en Gunnar setti upp rafkerfið í honum.
Hans orð um gítarinn voru bara mjög góð og vill hann meina að þetta er mjög vönduð spýta,mjög vel smíðaður og gengið frá öllu !!
ENGIN SKIPTI einsog áður kom fram í eldri auglýsingu.Ástæða sölu er vegna kaupa á öðrum gítar !
Ég er með myndir fyrir þá sem eru áhugasamir og margir hafa verið það !
Er einnig með sound demo sem ég tók upp sem mun gefa þér smá hugmynd um hvernig kvikindið soundar.
Sendið mér bara e-mail og ég sendi myndir og sound demo um hæl !
Allt skítkast er vinsamlegast afþakkað og ef þú hefur ekki áhuga,vinsamlegast vertu þá ekkert að tjá þig ;)
Mbk. Óðinn
Lágmarksboð er 50 þús.kr sem er gjafaverð !