All night - Gítarsándið í byrjun var freekar óspennandi svona eitt og sér. Frekar straightforward riff í laginu. Nokkuð vel sungið nema að söngvarinn var stundum aðeins off og fílaði ekki röddina. Bassi og gítar hefðu mátt vera miklu kraftmeiri í mixi, þetta hljómar þunnt þegar heyrist svona yfirdrifið mikið í söngnum og trommunum eiginlega líka. Segi nú ekki að textinn sé heimspekilegur en grúvaði nokkuð fínt með laginu. Soloið, fyrri parturinn var slakur en sá seinni nokkuð betri.
Í heildina séð sæmilegt lag, myndi koma mun betur út ef það væri betur mixað og meiri vinna lögð í gítarsándið svo það væri ekki bara straightforward dist allan tímann.
Why a Cloud - Bassinn í byrjun hljómar ágætlega, þegar trommur og gítar koma inn þarf gítarinn að vera miklu kraftmeiri. Söngurinn er svo alltof hátt mixaður og virðist vera að syngja voða svipaðar laglínur og í fyrra laginu. Viðlagið gæti verið betra, finnst það einhvernveginn ekki smella saman bara. Sólóið er nokkuð fínt bara en gæti verið flott með meira interesting sándi..
Textanum náði ég bara eiginlega ekki og fattaði ekki alveg tenginguna við titilinn. Í heildina séð fínt lag.
Smá tips (imo): Fjölbreyttara gítarsánd, amk ekki sama allan tímann, meiri gítarpower í lögin og lækka í söngnum. Söngvarinn þarf aðeins að passa sig á að vera ekki offkey öðru hverju og kannski að prófa sig aðeins áfram með mismunandi söngmelódíur. Með betri mixi gæti þetta orðið nokkuð töff.
Finnst líka nafnið ekki sérlega gott…á hljómsveitinni á ég við.