Ég er stoltur (mjög stoltur) eigandi Hayden MOFO 30w lampa hausins. http://haydenamps.com/amps-mofo.php
Þetta kvikindi er of gott til að vera satt, drullar gjörsamlega yfir sambærilega magnara.
Þykkur sterkur tónn og hefur mjúka náttúrulega bjögun.
Hann er ekki síðri enn eftirsóttu gömlu plexi magnararnir frá Marshall og það er hægt að stilla hann á 30W eða 2W.
Þegar ég prufaði hann fyrst þá var hann stilltur á 2W og ég hafði þá ekki hugmynd um að það væri rofi undir honum sem gerði hann að öflugu rokk skrímsli, á 2W er hann allveg nægilega hávær til að spila á börum hér í RVK.
Hann fæst í Hljóðfærahúsinu og ég held að ég eigi eina eintakið af þessari framleiðslu á Íslandi þar sem Hljóðfærahúsið flutti bara inn þennan eina.
Vonandi að að Hayden magnararnir haldi áfram á þessari braut þetta virðast vera classa græjur.
Kv,
Mr Caste