Hiwatt magnarar eru alveg gríðarlega dýrir, ég reikna með að svoleiðis haus hafi kostað fyrir kreppu amk 300.000 nýr, ég held að þeir séu ennþá handvíraðir eins og þeir voru í “gamla daga” og að verðið sé komið til vegna vinnunnar sem fer í svoleiðis vinnu.
Ég átti Custom 200 frá 1972 og jú, þeir voru hugsaðir fyrir bassa eða jafnvel sem söngkerfi en þetta eru samt enganveginn bassamagnarar í sama skilningi og nútíma bassamagnarar heldur er þetta fyrst og fremst verulega háværir lampamagnarar sem þýðir að þeir bjaga ekki á lágum styrkleika sem telst kostur fyrir bassa, minn hljómaði alveg guðdómlega sem gítarmagnari.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.