þú getur keypt fender lampareverb fyrir hálfann annann helling, ég átti svoleiðis og það hljómaði töluvert sörfað en ég reikna með að það myndi kosta ca 100.000 kall út úr búð í dag ef það væri flutt til landssins.
Boss framleiða pedalaútgáfu af þessu reverbi, það er mun meðfærilegra og ódýrara heldur en alvöru svoleiðis en ef þú ert að fara út í reverbpedalakaup þá mæli ég reyndar mun frekar með holy grail pedala, ég á svoleiðis og hann nær gormareverbsándinu virkilega vel, kauptu þá samt holy grail plus eða einhvern annann en þann ódýrasta því þeir bjóða upp á örlítið meira af fínstillingum á reverbinu.
En fyrst og fremst og aðallega held ég að vandamálið hjá þér liggi í magnaranum sjálfum, það er fín reverbpanna í classic 50 magnaranum en karakterinn í hreinu rásinni á magnaranum er töluvert ólíkur hreinni rás í Fendermagnara sem er svona grunneiningin í surftónlist, ég átti Classic 50 magnara með 2X12 og mér fannst hreina rásin í honum ekki vera að skila sándinu sem ég var að leita að (sem var meira svona í áttina að fender clean sándi) hinsvegar valtar gainrásin í classic 50 magnara yfir bjögunina úr fendermagnara að mínu mati en flestir kaupa fendermagnara fyrir hreina sándið og nota pedala við þá til að ná fram bjögun.
ég hef ekki kynnt mér það en ég geri frekar ráð fyrir að reverbpannan í classic 50 magnaranum sé svona hefðbundin accutronics panna eins og er í fendermögnurum en eins og ég sagði, það er bara allt annar karakter í hreinu rásunum á þessum mögnurum heldur en í fendermögnurum.
Bætt við 6. desember 2009 - 09:25
Tremelopedali er líka ómissandi fyrir surftónlist, ég veit að tónastöðin var með svoleiðis frá seymour duncan sem var ekkert gríðarlega dýr að mig minnir.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.