Mér leiðist að horfa á hljómsveitir sem bara standa þarna og horfa á tærnar sínar meðan þær spila, interaction við áhorfendur er ómissandi.
Mesta spinal tap mómentið mitt?
Þegar ég spilaði í fyrsta skipti edrú á tónleikum þá fór ég í svona kvíða/spennublackout og man ekkert eftir tónleikunum, ég var að syngja og spila á saxofón og munnhörpu með hljómsveit og þegar ég rankaði við mér í lok síðasta lagssins okkar og þá var ég kominn úr að ofan og var búinn að stinga hljóðnemanum oní nærbuxurnar mínar..
Einusinni reyndi ég að mölva gítar á sviði í lok tónleika og það tókst ekki betur en svo að ég stakk gítarnum í gegnum sviðið, ég kom mér burtu áður en eigandi staðarins fattaði að ég væri búinn að brjóta sviðið hans.
Fyrstu tónleikar sem ég spilaði á voru í hátíðarsal menntaskólans við hamrahlíð, hljómborðsleikarinn okkar kom inn á sviðið með syntha í höndunum dragandi langa rafmagnssnúru á eftir sér, snúran flæktist í fætinum á bassatrommu og velti trommusettinu og symbalastatívunum, það rúlluðu symbalar útum allann salinn..
Ég var í hljómsveit sem spilaði danstónlist og við spiluðum í þjóðleikhúskjallaranum á Airwaves einusinni, á Airwaves er hljómsveitum skammtaður tími til að spila og við höfðum hálftíma, við vorum með rosalega flókið græjusett, meðal annars 2 samtengdar fartölvur og vorum búnir að tengja allt og stilla upp löngu fyrir tónleikana en bandið sem var á undan okkur var blindfullt og fór yfir tímamörkin sem þeim voru sett og það endaði á að hljóðmaðurinn tók rafmagnið af sviðinu til að slökkva á þeim, við það endurræstust fartölvurnar okkar og allt fór í fokk, það tók okkur svo langann tíma að koma græjunum okkar í gang aftur að við náðum bara að spila í 10 mínútur..
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.