nei þarf ekkert breytistykki, mín snúra er með venjulegri kló eins og við notum hér heima öðru meginn og hinum endanum er kubbalaga tengið sem fer í synthann/samplerinn
en ef þú ert til í smá “plastic surgery” ætti ekki að vera mikið mál fyrir þig að nútímavæða hann með svona tengi, þ.e.a.s. ef þú ert “handy” með lóðbolta og dremel, ættir að geta fengið tengið og snúruna í íhlutum.
já ég talaði við gaurinn og hann sýndi mér stykkið, var bara að vonast til að geta fundið snúru til að sleppa við það. myndi örugglega kosta mig mun meira þar sem að ég hef ekki lóðbolta kunnátuna. En takk fyrir fyrir ábendinguna samt, gæti vel farið að ég þurfi að gera þetta.
Ég lenti í svona vandamáli með Alpha-Juno-inn minn þar sem snúran var ónýt sem fylgdi honum… fékk félaga minn til þess að setja 3ja pinna tengi á hljómborðið í staðinn fyrir þetta 2ja pinna sem er original… var ekki mikil aðgerð fyrir kunnáttumann…
~35k kemur með öllu sem mögulega var hægt að fá með honum og meira til, skjár, mús, cd-rom útskiptnalegir “harðir diskar” með Roland sound libarry ofl ofl.
Var að leita í snúru safninu og því miður á ég þessa snúru ekki til en mér langar til að benda þér á Glóey í Ármúlanum en þeir eiga til alveg ótrúlegustu hluti þar ef ekki snúruna sjálfa þá eiga þeir næstum örugglega efni til að búa hana til! Kveðja og gangi þér vel í leytinni.
Getur athugað hvort að Ihlutir eða miðbæjar radíó eigi “kubbatengið” þetta er bara ójarðtengt IEC tengi, á hinum endanum er bandarísk kló, ef að græjan tekur 110-230 volt geturðu sett venjulega kló á hinn endann
Aðgættu hvort að tækið þitt höndli spennuna á bæjarlínunni okkar (þ.e. þoli 220-240V, stendur vonandi utan á því), þar sem snúran sem þú póstaðir mynd af bendir til að tækið sé amerískt (og þá gert fyrir mun lægri spennu eða 100-120V). Ef þú setur eingöngu “íslenska” kló á snúruna og tækið er ekki gert fyrir okkar spennu eru góðar líkar á að það verði barbeque hjá þér í kvöld =) Það sem þig vantar þá til viðbótar er spennubreytir úr okkar 220-240V yfir í ameríska 100-120V.
Það er reyndar ansi algegngt á svona græjum að þau taka straum frá 110-220v, en ég myndi samt ganga úr skugga um það til að vera 100% allavega hef ég keypt syntha frá USA og hef bara þurft að skipta um kló nema á þeim sem komu með spennubreytum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..